Viktor Arnar Ingólfsson rithöfundur
 

Almennar upplýsingar (CV)

Forsíða

Almennar upplýsingar

Ætt og fjölskylda

English

Deutsch

 

e-mail: vai (-at-) mi.is

Bækur

 
 
 

 

Viktor Arnar Ingólfsson

Heimili: Frostaskjól 47, 107 Reykjavík
Netfang: vai (hjá) mi.is

Nám:
Byggingartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands (nú Háskólinn í Reykjavík) 1983 (B.Sc.)
Stutt námskeið í handritsgerð haldið á vegum Félags kvikmyndagerðarmanna 1982.
(kennari Gerry Wilson)
Námskeið í gerð kvikmyndahandrita á vegum Endurmenntunarstofnunar 1987
og framhaldsnámskeið 1988. (kennari Martin Daniel)
Námsdvöl við George Washington University í Washington D.C. í þrjá mánuði 1990
og aftur í tvo mánuði 1995. Almannatengsl, útgáfa og útlit prentgripa, tölvugrafík.

Störf:
Ýmis störf hjá Vegagerðinni með námi frá 1969 til 1983. Í fullu starfi þar síðan.
Hefur unnið við útgáfur stofnunarinnar frá árinu 1985.

Aðild að félögum:
Rithöfundasamband Íslands frá 1983,
Tæknifræðingafélga Íslands frá 1985
Hið íslenska glæpafélag frá 1999

CWA, The Crime Writers Association, frá 2013

Ritstörf:
Dauðasök (skáldsaga) BT útgáfan 1978.
Heitur snjór (skáldsaga) Örn og Örlygur 1982.
Engin spor (skáldsaga) útg. höfundur 1998, 2. útg. Mál og menning 1999
Flateyjargáta (skáldsaga) útg. Mál og menning 2002,
Afturelding (skáldsaga) útg. Mál og menning 2005,
Sólstjakar (skáldsaga) útg. Mál og menning 2009,
Smásögur sem birst hafa í eftirtöldum útgáfum:
Vikan, Við sem fljúgum, Lesbók Mbl. Smásögur Listahátíðar '86 - og víðar í íslenskum, þýskum og finnskum útgáfum.
Ýmis ritstörf fyrir Vegagerðina og útgáfur Verkfræðingafélags Íslands.

Verðlaun og viðurkenningar:
Listahátíð 1987. Smásagnasamkeppni. Birting smásögu í útgefinni bók, ein af 14 sögum.
RÚV -samkeppni Evrópusjónvarpsstöðva um sjónvarpshandrit, hugmynd valin til þátttöku í aðalkeppni, ein af þremur 1987.
Fararheill '87, samtök tryggingarfélaga, samkeppni um gerð handrits að kennslumynd um umferðarmál 1988, 2. verðlaun.
World Highways, tímarit um vegagerð. Verðlaun í ljósmyndasamkeppni sem blaðið heldur í hverju tölublaði. 1993.
Hönnunarsamkeppni IKEA á Íslandi 1994. 1. verðlaun.
Umferðarráð, samkeppni um slagorð 1994. 1. verðlaun.
Engin spor, tilnefning til „Glasnøglen“ verðlaunanna 2001 f.h. Íslands
Flateyjargáta, tilnefning til „Glasnøglen“ verðlaunanna 2004 f.h. Íslands
Samkeppni um glæpasmásögu, Grandrokk og Hið íslenska glæpafélaga 2004, 3. verðlaun fyrir söguna „Móðurmissir“.


 

 

Viktor Arnar

_______________

tölvupóstfang: vai (hjá) mi.is

Ég er stundum beðinn um að halda fyrirlestra um bækur mínar. Það eru til dæmis skólar, klúbbar og litlir leshópar sem hafa boðið mér að koma í heimsókn. Ég nota gjarnan PowerPoint skyggnur til skýringar. Þetta geri ég með mikilli ánægju ef ég á lausa stund. Hafið samband með tölvupósti. 
 

Copyright Viktor Arnar Ingólfsson, All Rights Reserved