Viktor Arnar Ingólfsson rithöfundur
 

Engin spor

Forsða

Almennar upplsingar

tt og fjlskylda

English

Deutsch

 

e-mail: vai (-at-) mi.is

Bækur

 
 
 

 

Engin spor kom fyrst út 1998. Hér fyrir neðan má sjá kápumyndir af ýmsum útgáfum sem hafa komið út síðan.

1. útgáfa 1998

2. útgáfa 1999

3. útgáfa 2008

Hljóðbók 1. útgáfa

Hljóðbók 2. útgáfa

 

Þýsk útgáfa

Þýsk útgáfa

Þýsk útgáfa

Þýsk hljóðbók 1. útgáfa

Þýsk hljóðbók 2. útgáfa

Tékknesk útgáfa

Engin spor

Texti á bókarkápu:

Jacob Kieler yngri, sagnfræðingur og bankamaður af virðulegri ætt finnst látinn í gömlu húsi í Reykjavíkeinn góðan veðurdag árið 1973. Hann hefur verið skotinn í brjóstið. Rannsókn lögreglunnar leiðir í ljós að faðir hins látna, Jacob Kieler eldri, járnbrautarverkfræðingur, var skotinn í sömu stofu árið 1945 - með sömu byssu og án þess að morðið væri upplýst. Smám saman kynnist lesandinn þessum sérvitru feðgum og undarlegri sögu fjölskyldunnar. Dagbækur Jacobs Kieler eldri koma í leitirnar og þar birtist á síðununum maður sem á sér þá hugsjón heitasta að leggja járnbrautir á Íslandi og virðist tilbúinn að leggja allt í sölurnar til að svo megi verða . . .

Þetta er vönduð sakamálasaga. Gátan er frumleg og hugkvæmislega smíðuð og lausnin óvænt. Lesandinn kynnist vel aðferðum lögreglunnar og meira er lagt upp úr sannfærandi persónusköpun og góðri heimildarvinnu en byssu- og bófaleikjum.

Viktor Arnar Ingólfsson er byggingartæknifræðingur að mennt og hefur starfað hjá Vegagerðinni um árabil. Hann hefur gefið út þrjár sakamálasögur og smásögur eftir hann hafa birst í ýmsum tímaritum.

__________________________________________

 

Engin spor, bókardómar

 

Morgunblaðið / Hermann Stefánsson, 10. nóvember 1998

Einæðingar

ÞAÐ eru engar lestir á Íslandi og engin spor, í það minnsta engin lestarspor, en snemma á öldinni voru tvær eimreiðar í förum milli Öskjuhlíðar og Reykjavíkurhafnar. Önnur þeirra stendur til minja á höfninni og mynd af henni prýðir skáldsögu Viktors Arnars Ingólfssonar, Engin spor. "Engin spor er hefðbundin sakamálasaga," segir á bókarkápu en það er reyndar ekki allskostar rétt; hún er einnig fjölskyldusaga sem teygir sig aftur fyrir aldamót. Hefðbundin frásögn er rofin í hverjum kafla með frásögn frá öðrum tíma í dagbókarformi; í upphafi byrjar einhver að lesa þessar dagbækur, fjölmargar að tölu, en við vitum ekki hver lesandinn er fyrr en 100 síðum síðar. Þannig gerist sagan á tveimur tímaplönum, það eru búnir til tveir samsíða heimar með tveimur samhverfum morðum. Fleiri formgerðir mynda verkið: lögregluskýrslur, blaðagreinar og bréf en allt fellur þetta tiltölulega saumlaust saman í sögunni &endash; engin spor að sjá þar.

Viktor Arnar Ingólfsson hefur skrifað tvær skáldsögur áður og birt smásögur. Engin spor er hæggeng sakamálasaga af "whodunnit" gerðinni svokölluðu, hver myrti manninn? er spurning hennar og fæst ekki svar fyrr en á síðustu blaðsíðum. Sögusviðið er Reykjavík árið 1973, rannsókn lögreglu á morði Jacobs Kielers sagnfræðings og bankastarfsmanns. Dagbækur Jacobs Kielers eldri feta sig leið sína samhliða rannsókninni og ná frá árinu 1910 til 1945 þegar Jacob eldri deyr á sama stað og með sama hætti og Jacob yngri 28 árum síðar. Morð Jacobs eldra er óupplýst og virðist tengjast morði Jacobs yngra. Þeir feðgar tengjast einnig: þeir eru báðir einæðingar. Einæði eða þráhyggja þess eldra felst í ævilöngum áætlunum um að klæða Ísland lestarsporum, hann járnbrautarvæðir landið í huganum, skipuleggur, mælir, reiknar út, stendur í samningaviðræðum og stofnar hlutafélag um fyrirtækið. Jacob yngri er hinsvegar haldinn einskonar söfnunar-áráttu og hefur blætiskennda afstöðu til hluta úr fortíðinni. Hann býr í húsi foreldra sinna þar sem allt er óhreyft; draumur hans er að gera húsið að safni, líf hans fer að snúast um þá áráttu og ummyndast í safngrip.

Viktor Arnar hefur unnið heimavinnuna sína. Umræðan um járnbraut á Íslandi var áberandi í byrjun aldarinnar, áður en bíllinn sigraði, og höfundur hefur viðað að sér efni um málið héðan og þaðan. Flakk Jacobs eldra heimshorna á milli gefur tilefni til að veita verkinu sögulegt samhengi og hér er margt um fróðleik úr sögu hugmyndarinnar um járnbraut sem er áhugaverð og spennandi saga, sérkennileg sem hún er. Ef sagt er "lest" í bókmenntaverki er átt við "líf" og tveir menn eru hér sviptir lífi og engin "spor" að sjá á morðstað fremur en lestarspor í landslaginu &endash; en á þessari (næstum frumstæðu) tvíræðni hvílir titill bókarinnar. Þetta er á köflum sérviskulegt verk. "Jóhann var vísindamaður" (14) segir um þann fulltrúa laga og reglna sem fyrstur er á sögusviðið. Og mikið rétt, Jóhann er fráleitur í vísindalegri hlutlægni sinni, hann er hlægileg yfirborðsmynd. Smám saman fjölgar þó í liði rannsóknarlögreglunnar og fíngerðari drættir koma í persónusköpun. Samt er einsog eimi eftir af fyrstu myndinni af Jóhanni: sagan er alltaf að lýsa innanstokksmunum og segja frá því í smáatriðum hvernig fólk er klætt, hvernig allt er á litinn.

Það skiptir engu máli hvernig allt er á litinn en Engin spor lumar á því sem "hver-myrti-manninn?" sakamálasögur þurfa helst að luma á: óvæntum endalokum. Í kaupbæti er boðið uppá tvíeina epíska lýsingu á einæðingum og því sem fangar huga þeirra.

Annars væri það ekki vitlaust; að fá hingað lestir á ég við; maður gæti tekið morgunlestina norður eða austur, lesið á leiðinni, horft útum gluggann og svo framvegis.

 

DV / Jón Yngvi Jóhannsson, 13. janúar 1999

Spennandi ættarsaga

Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson er að mörgu leyti óvenjuleg glæpasaga. Hún hefur enga skýrt afmarkaða aðalpersónu sem fylgt er alla söguna, hún er uppfull af fróðleik, og stappar nærri því að vera söguleg skáldsaga um fyrri hluta aldarinnar á köflum. Auk þessa leyfir hún sér ýmis tilbrigði og flækjur í frásagnaraðferð í stað þess að rekja snurðulítinn þráð frá gátu til lausnar.

Glæpirnir sem allt snýst um eru tveir, og tæp þrjátíu ár líða á milli þeirra. Feðgarnir Jacob Kieler yngri og eldri finnast með skotsár í brjósti í einbýlishúsi fjölskyldunnar, íburðarmiklu skrauthýsi, sem sá eldri reisir fjölskyldu sinni en sá yngri viðheldur sem safni um minningu foreldra sinna og líf betri borgara í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar. Sagan er öðrum þræði ættarsaga um ris og hnig borgaralegrar fjölskyldu frá fyrstu kynslóð til þeirrar þriðju. Frásögnin er reglulega fleyguð af dagbókum föðurins frá því að hann heldur til Kaupmannahafnar til verkfræðináms árið 1910 og nærri því til dauða hans 1945.

Skemmst er frá því að segja að þessi blanda glæpasögu, ættarsögu og fróðleiks lukkast stórvel að flestu leyti. Sagan er spennandi og saga Kielerættarinnar verður ljóslifandi um leið og hún rennur saman við Íslandssöguna á skemmtilegan hátt vegna eldlegs áhuga Jacobs eldri á járnbrautarlagningu hér á landi.

Helsti veikleiki sögunnar liggur í frásögninni af rannsókn glæpamálsins. Lögregluliðið er ansi fjölmennt og sjónarhornin mörg, þannig að fæstar persónurnar gera meira en að vekja forvitni manns. Engin þeirra nær að lifna við á viðlíka hátt og persónur ættarsögunnar. Þetta er að sjálfsögðu afleiðing þess að sagan er sögð í brotum sem raðað er saman og persónum hennar fylgt nokkuð til skiptis. En það hefði mátt gera persónur þeirra lögreglumanna sem mest koma við sögu skýrari og gefa þeim meira kjöt á beinin án þess að fórna aðferðinni.

Óvenjugóð uppskera var af spennusögum fyrir þessi jól og kannski er von til þess að Íslendingar fari loks að taka þessa grein bókmenntanna alvarlega. Engin spor sómir sér vel í flokki þessara bóka, og vinnur þar að auki skemmtilega úr blöndun glæpasöguformsins við önnur form.

 

 

Ríkisútvarpið, rás 1, bókmenntagagnrýni Víðsjár, 22. desember 1998

/ Úlfhildur Dagsdóttir

Spennusögur eftir ýmsa (stuttur kafli úr lengra máli)

Hann fer þá leið að staðsetja sinn glæp í fortíðinni, nánar tiltekið fyrir 25 árum. Líkt og Kristinn blandar Viktor ákveðinni söguskoðun inn í sakamálið en þó ekki svo að það yfirtaki glæpasöguna, heldur tekst Viktori að gefa innsýn inn í líf hinna látnu með hjálp sögulegrar umfjöllunar um íslenska járnbraut. Eins og í sögum Árna og Kristins kemur fram hjá Viktori ákveðin formvitund, sérstaklega hvað varðar lausnina á sjálfu glæpamálinu. Þrátt fyrir að vera nokkuð fyrirsjáanleg var þessi lausn ánægjulega áreynslulaus og í takt við þá rólegu og dálítið gamaldags stemmingu sem einkenndi Engin spor.

______________________________________________________________

Engin spor, 1 kafli

fimmtudagur , 18. janúar 1973

1

Hann fann ekki lengur til.

Jacob Kieler yngri, 48 ára gamall, sat flötum beinum á gólfinu í aðalstofunni í Birkihlíð og hallaði sér skáhalt upp að dyrastafnum fram í forstofuna. Það blæddi stöðugt úr sári á brjósti hans. Gráa prjónavestið var gegndrepa af blóði sem rann niður líkamann og myndaði poll þegar það draup niður á viðarklætt gólfið. Þegar Jacob færði til höndina sem hann studdi sig við lenti hún í blóðinu og hann leit undrandi niður. Andardrátturinn var hryglukenndur og blóðlituð froða var að myndast við munnvikin. Sviplítið andlitið var orðið hvítt og grá augun voru hálflukt.

Hann hafði fallið af stólnum þegar skotið hæfði hann. Fyrst hafði sársaukinn verið óbærilegur og hann hafði skriðið í áttina að símanum í forstofunni til að hringja eftir hjálp, en síðan dofnaði hann upp og missti máttinn úr fótunum. Þá hafði hann komið sér svona fyrir.

Jacob horfði inn í stofuna. Þetta var stórt herbergi, yfir hundrað fermetrar og hátt til lofts. Mikil og þung leðurhúsgögn stóðu á miðju gólfi til vinstri en á hægri hönd var kórinn með stórum frönskum gluggum og fyrir þeim þykk síð gluggatjöld. Hann skoðaði þýsku ljósakrónuna eins og hann væri að sjá hana í fyrsta sinn. Perurnar voru alls tuttugu og átta. Þær voru í þremur krönsum, sextán neðst, þá átta og loks fjórar efst. Ljósið af hverri peru var dauft þannig að listasmíði krónunnar og gyllingin nutu sín vel.

Hann leit á opnar dyrnar inn í skrifstofuna. Þar hafði ekki verið kveikt og á veggjunum mynduðust flóknar skuggamyndir þegar tungl í fyllingu og götuljós skinu inn um gluggana milli naktra trjágreina. Jacob horfði á útlínur stóra skrifborðsins í hvítri birtunni. Það stóð þarna staðfast og beið þolinmótt eftir verðugum sálufélaga.

Í gegnum rúðuglerin í skrifstofunni mátti sjá í næsta hús. Þar var allt slökkt. Enginn virtist hafa vaknað við skothvellinn. Það var algjör þögn.

Birkihlíð stendur við þrönga götu í gamla hverfinu austan við Hljómskálagarðinn í Reykjavík. Snemma á öldinni höfðu verið byggð þarna stórhýsi betri borgara í kurteislegri fjarlægð hvert frá öðru, en seinni tíma íbúar höfðu bætt við bílskúrum og öðrum viðbyggingum svo nú var þarna allt miklu þrengra. Gatan sem upphaflega hafði verið fyrir gangandi vegfarendur og hestvagna, var nú orðin einstefnugata með þéttskipuðum bílastæðum á báða vegu. Tré höfðu verið gróðursett við húsin fljótlega eftir byggingu þeirra. Þau höfðu dafnað vel, vaxið í marga áratugi og gnæfðu nú hátt yfir ljósastaurana í götunni. Það var vetur og trén því heldur hæverskari en á sumrin þegar laufgaðar krónurnar skyggðu á hús og garða.

Jacob leit á opnar dyrnar inn í borðstofuna. Þar var ljós og hann sá ellefu stóla, með háum bökum, standa umhverfis borðstofuborðið. Tólfti stóllinn var inni í stofunni, lá á hliðinni á miðju gólfi. Jacobi líkaði þetta ekki. Stóllinn átti að vera á sínum stað. Borðstofan var eins og bros sem vantaði í eina tönn. Hann reyndi að rísa upp til að lagfæra þetta en nú hafði hann enga tilfinningu fyrir neðan brjóst og hreyfingin varð aðeins máttleysislegur kipringur í öxlunum. Stór klukka sem hékk á vegg inni í borðstofunni sló nú eitt högg og sýndi hálf tvö. Það var nótt.

Í veggnum til vinstri var arinninn. Hann var hlaðinn úr tilhöggnu grágrýti og felldur inn í vegginn. Eldhólfið var stórt og djúpt og fyrir framan það var gólfið lagt með sama steini og var í hleðslunni. Það hafði ekki verið kveikt upp og askan var köld.

Vinstra megin við arininn stóð flygillinn, en á veggnum hægra megin hékk málverkið af móður hans, málað þegar hún var átján ára gömul. Hún sat teinrétt í bláum síðum kjól og horfði til vinstri með óræðum svip. Hvað mundi nú verða um þessa mynd datt honum allt í einu í hug en hugsanirnar komu og fóru og þessi hvarf áður en hann kæmist að niðurstöðu.

Hann leit um öxl fram í forstofuna. Þarna stóð síminn á borði og lítið dagatal hékk á veggnum fyrir ofan hann. Árið 1973, miðvikudagurinn 17. janúar. Skyldi einhver muna eftir að rífa af dagatalinu á morgun? Nei, það skipti ekki máli héðan af.

Athygli hans beindist aftur að ljósakrónunni. Nú lýstu allar perurnar sem eitt ljós sem dofnaði og lýstist á víxl. Í huga hans breyttist það í hnött sem færðist nær og nær.

Fyrir utan var byrjað að snjóa. Snjókornin voru stór og vot og þau svifu hratt til jarðar í logninu. Það var eins og borgin væri að ganga til náða og smám saman dró hún yfir sig þykka hvíta sæng.

 

Dagbók I

30. júní 1910 . . . Á meðan gestirnir stöldruðu við hjá okkur gróðursetti faðir minn nokkrar bjarkir á lóðarmörkunum og nefndi húsið Birkihlíð. Við erum 15 stúdentarnir sem útskrifumst úr Menntaskólanum í þetta sinn og þeir hinir fyrstu eftir nýju reglugjörðinni. Átta voru utanskóla . . .

1. júlí 1910. Annar dagur þessarar dagbókar. Ég er enn óviss um hvernig ég eigi að bera mig að þessari skrásetningu. Sennilega er best að láta hugann ráða og skrifa það sem liggur mest á hjarta mínu á hverjum tíma. Ég hitti samstúdenta mína og vini Helga Helgason og Vigfús Hjaltason. Við ákváðum að fara í skemmtiferð til Akureyrar, sjóleiðina norður og landleiðina suður . . .

2. júlí 1910. Er að venjast dagbókinni. Sennilega er best að skrifa í hana á meðan beðið er eftir að kvöldverðurinn verði borinn fram. Ef eitthvað markvert gerist eftir það má bæta því við fyrir svefninn. Hjólaði til Hafnarfjarðar í dag . . .

4. júlí 1910. Ræddi við pabba um fyrirhugað nám mitt. Hann hefur enn ekki sætt sig við að ég ætli í verkfræðina. Ég er hins vegar sannfærður um að það sé rétt ákvörðun og hlakka mikið til að hefja námið í Kaupmannahöfn í haust. Ég byrja á að lesa forspjallsvísindin við Kaupmannahafnarháskóla og tek tíma í stærðfræði og eðlisfræði við Polyteknisk Læreanstalt en byrja svo í verkfræðinni annað haust ef guð lofar . . .

5. júlí 1910. Vestri lagði úr höfn klukkan 9 í morgun með okkur félagana um borð. Þetta er gott skip, 160 fet að lengd, 26 fet að breidd og 17 fet á hæð til efsta þilfars. Í fyrsta farrými eru 40 farþegarúm, í öðru farrými 32. Dagstofa fyrir kvenfólk og reykingastofa fyrir karlmenn er á efsta þilfari. Í borðstofunni geta 24 borðað samtímis. Baðklefar og önnur þægindi. Helgi er sjóveikur . . .


 

 

Viktor Arnar

_______________

Höfundur um Engin spor

Snemma vors 1998 lauk g vi essa sgu sem g hafi veri me smum af og til tu r. g var nokku ngur me tkomuna og sendi tgefendum handriti fullur bjartsni. Mr tti arfi a na fleiri en einn tgefanda einu og v gekk etta hgt fyrir sig um vori. Eftir a rr tgefendur hfu afakka verki gafst g upp og kva a gefa sguna t sjlfur bk. Reyndar gerist a millitinni a handriti sem g fkk til baka fr Ml og menningu var me kroti hr og ar blasunum. g fr a rna kroti og s a a var yfirleitt ar sem taka mtti t texta sem geri ekkert fyrir sguna. g fr v krtskt yfir handriti me etta krot til hlisjnar og niurstaan var s a sagan styttist um 100 blasur. g setti svo bkina upp sjlfur PageMaker og fkk Elas Mar til a lesa prfrk. San samdi g vi Gutenberg um prentun sund eintkum. g lri margt af essu brlti. Reyndar tkst tgfan gtlega. Hn var nnast villulaus, kk s Elasi, en slmur frgangur er stundum fylgifiskur bka eigintgfu. Anna virkai miur. Til dmis stendur skrum stfum baksu Hfundur gefur t en bksalar sgu mr a slkt geri maur ekki. Tilbi forlagsnafn vri betra jafnvel tt reksturinn vri kennitlu hfundar. g splsti eina auglsingu Morgunblainu en treysti san gan smekk lesenda. Salan var hverfandi nema a sem g gat komi fr mr maur mann. a fru annig 300-400 eintk fyrir jlin og g ni inn fyrir prentkostnai a mestu. a var heilmikil vinna a koma eintkum slu alla bkslustai landsins og mjg kostnaarsamt. g urfti a greia sendingarkostna fram og til baka v flest eintkin komu aftur seld. En svo fr eitthva a gerast. Sagan fkk nokkra vinsamlega dma og g fann fyrir jkvum undirtektum hj starfsflki bkasafna sem mlti me bkinni vi sna viskiptavini. Me etta kva g fljtlega eftir ramtin a senda bkina til Mls og menningar og bja til tgfu Ugluklbbnum. Svar barst undraskjtt og n var tnninn jkvur. Innan tveggja mnaa var komin t nnur tgfa af Engin spor. Hn var endurprentu a.m.k. einu sinni og hefur veri a reitast eitthva t hverju ri og á tíu ára afmælinu var hún gefinn út með nýrri kápu. Sagan hefur talsvert veri notu vi kennslu sklum.

essi bk sr venjulega tgfusgu og segja m a hn hafi lifai snu eigin lfi. Hn hefur aldrei veri auglst a neinu gagni en fer um orsporinu einu saman. Hn var fyrsta slenska glpasagan sem var tilnefnd til norrnu glpasagnaverlaunanna, Glerlykilsins. Engin spor er til gtri hljbkatgfu. Reyndar talsvert stytt er frbrlega lesin. a voru Robert Arnfinnsson og Viar Eggertsson sem skiptu v milli sn. sk tgfa kom t fyrir ri san og hn var kom einnig t hljbk. annig mun sagan halda fram a lifa snu lfi og stugt finna nja lesendur.

Engin spor hefur komið út í þremur útgáfum í Þýskalandi og tveimur þýskum hljóðbókaútgáfum. Hún hefur einnig komið út í Tékklandi. 
 

Copyright Viktor Arnar Ingólfsson, All Rights Reserved