Viktor Arnar Ingólfsson rithöfundur
 

Gamlar myndir frá Flatey

Forsíða

Almennar upplýsingar

Ætt og fjölskylda

English

Deutsch

 

e-mail: vai (-at-) mi.is

Myndir frá

Flatey á Breiðafirði

 

1. Fólkið í Flatey fyrir 1950 (nokkrar yngri myndir fylgja)

2. Flatey, húsin og eyjan fyrir 1950

3. Breiðfirðingar. Flestar myndirnar frá samkomu í Reykjavík.

4. Flatey og Flateyingar um 1960

5. Viktor Guðnason, nærfjölskylda, flestar frá 1955-1961.

6. Ingólfur H Ingólfsson tók myndir sumarið 1961

Viktor Guðnason póst- og símstöðvarstjóri í Flatey

Ingólfur Viktorsson starfaði sem loftskeytamaður á farskipum SÍS framan af ævinni.

Sjá þætti um þá feðga hér neðar á síðunni.

Ingólfur H Ingólfsson kom til Flateyjar sumarið 1961 og dvaldi þar hjá Viktori afa sínum og Jónínu ömmu sinni í nokkrar vikur. Hann tók þá myndirnar sem eru birtar hér.

 
 

Skáldsaga mín Flateyjargáta á rætur sínar að rekja til þess tíma sem ég dvaldi hjá Viktori afa mínum og Jónínu ömmu minni sem ungur drengur í Flatey á Breiðafirði árin 1957-1964. Afi minn, Viktor Guðnason, tók mikið af myndum af fólkinu í Flatey og húsunum. Faðir minn, Ingólfur Viktorsson, tók líka myndir í Flatey og af Flateyingum á samkomum í Reykjavík. Þessar myndir eru birtar hér á þessum síðum, sjá tengingar hér til vinstri Myndir annarra ljósmyndara hafa einnig slæðst með í myndaalbúm þeirra feðga og er þeim þakkað lánið. Ef einhver óskar eftir stærri myndaskrám af einstökum myndum þá er hægt að senda mér tölvupóst vai(hjá)mi.is. Einnig ef eitthvað þarf að leiðrétta eða bæta má við uppýsingar í myndatextum.

1. útgáfa 2002

 

Ensk útgáfa

 

Þýsk úgáfa

Þýsk útgáfa

Þýsk útgáfa

Hollensk útgáfa

Tékknesk útgáfa

Frönsk útgáfa

Frönsk útgáfa

Ítölsk útgáfa

Dönsk útgáfa

Japönsk útgáfa

Spænsk útgáfa

Ingólfur Viktorsson fæddist í Flatey á Breiðafirði 16. apríl 1924 og því áttræður en hann  lést 23. ágúst 2004. Foreldrar hans voru Viktor Guðnason póst- og símstjóri í Flatey, og Jónína G. Ólafsdóttir húsmóðir í Flatey. Einkabróðir Ingólfs er Ottó Svavar.
Ingólfur Viktorsson ólst upp í Flatey á Breiðafirði. Heimili hans var miðstöð margháttaðrar fyrirgreiðslu í eyjunum og því kynntist hann Breiðfirðingum vel og málefnum þeirra.
Ingólfur réðst til náms í Samvinnuskólanum árin 1943-44. Hann var verðlagseftirlitsmaður á Ísafirði eftir það árin 1944-45. Hann sótti nám í Loftskeytaskólanum 1945-46 og var síðan loftskeytamaður á flutningaskipum skipadeildar SÍS frá stofnun hennar 1946 til vors 1969 og sigldi þá á Hvassafelli, Helgafelli og Hamrafelli.
Eftir að Ingólfur hætti farmennsku starfaði hann hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í ein tólf ár.  Síðar starfaði hann  hjá Tollvörugeymslunni í áratug og loks hjá Landssamtökum hjartasjúklinga þar til að hann hætti störfum 1999.
Eiginkona Ingólfs er Unnur Fenger, f. 20. mars 1932 í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband 28.12.65. Foreldrar hennar voru John Fenger stórkaupmaður í Reykjavík og Kristjana Fenger, fædd Zoëga. Sonur Ingólfs og Unnar er Guðni tölvunarfræðingur. Eiginkona hans er Sigrún Ámundadóttir og eiga þau þrjár dætur. Syni Unnar Guðmundar K.G. Kolka gekk Ingólfur í föðurstað. Eiginkona hans er Kristín Halla Sigurðardóttir þau eiga eina dóttur.
Fyrri eiginkona Ingólfs Viktorssonar var Margrét Jensdóttir. Þau skildu 1960. Synir þeirra eru Jens rekstrarhagfræðingur, eiginkona Brynhildur Bergþórsdóttir og eiga þau tvö börn, og Viktor Arnar tæknifræðingur kvæntur Valgerði Geirsdóttur og eiga þau tvær dætur.
Sonur Ingólfs og Valgerðar Guðmundsdóttur er Ingólfur Hrafnkell félagsfræðingur. Eiginkona hans er Bärbel Schmid þau eiga tvö börn.
Ingólfur og Unnur bjuggu fyrst á Öldugötu 19 þar sem fjölskylda hennar bjó. 1981 flytja þau svo að Lynghaga 9.
Ingólfur lét sig málefni hjartasjúklinga miklu varða eftir að hann hafði þurft að gangast undir hjartaðagerð í London 1981, var einn af stofnendum Landsamtaka þeirra ´83 og formaður og síðar starfsmaður þeirra fram til ´99.

Viktor Guðnason fæddist á Þingeyri 10. september 1899 og lést í Reykjavík 5. ágúst 1964. Foreldrar hans voru hjónin Guðni kaupmaður Guðmundsson og Kristín Aðalheiður Bjarnadóttir. Systkini hans voru 5 alls. Fjölskyldan fluttist til Flateyjar þegar Viktor var mjög ungur. Guðni fórst í sjóslysi 1910. Viktor gekk í Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan. Hann lærði loftskeytafræði hjá Guðmundi Jóhannessyni stöðvarstjóra í Flatey en tók aldrei próf. Viktor var berklaveikur framan af ævinni og dvaldist lengi á berklahælinu á Vífilsstöðum. Viktor varð póst- og símstöðvarstjóri í Flatey árið 1950 og gegndi því starfi til dauðadags. Hann var oddviti Flateyjarhrepps síðustu árin og sparisjóðshaldari. Hann var organisti Flateyjarkirkju og stjórnaði kórum í Flatey. Eiginkona Viktors var Jónína Ólafsdóttir. Synir þeirra voru Ingólfur og Ottó.

 

 

 

Viktor Arnar

_______________

tölvupóstfang: vai (hjá) mi.is

Myndirnar sem eru í þessum söfnum voru all flestar merktar með nöfnum. Ég hef reynt að afla frekar upplýsinga eftir bestu getu. Þar hafa bækur Þorsteins Jónssonar Eylenda I og II verið bestu heimildirnar. Einnig hefur margt verið hægt að sannreyna með islendingabok.is. Þá hefur google fundið margan fróðleik. Vera kann að rangfærslur séu einhverjar. Ef vissa er ekki fyrir hendi kemur það fram í myndatexta. 
 

Copyright Viktor Arnar Ingólfsson, All Rights Reserved

 

 

Website counter